Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt og helstu reglugerðir sem settar eru í samræmi við þau.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi við vélar. Einnig verður fjallað ítarlega um gerð áhættumats á vinnustöðum. 

Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 5. febrúar, kl. 9 - 16 í húsnæði Rafmennt í Reykjavík, Stórhöfða 27, neðstu hæð. 

Nánari upplýsingar og skráning