Nám í tölvuleikjagerð á Midgard Reykjavik

Menntaskólinn á Ásbrú verður með kynningu á námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð á Midgard Reykjavik sýningunni 13. - 15. september.

Á bás MÁ geta gestir meðal annars prófað sýndarveruleika, ásamt því að kynna sér nýstárlegt nám í leikjagerð við einn framsæknasta framhaldsskóla landsins.

Á Midgard-hátíðinni kemur saman fjöldi áhugafólks um tölvuleiki, kvikmyndir, vísindaskáldskap og hvers konar spil og ber saman bækur sínar. Hátíðin verður ívið stærri í ár en viðtökurnar voru frábærar á fyrstu hátíðinni í fyrra. Þá verða alls konar sölubása frá fyrirtækjum, kynningar, pallborðsumræður og keppnir, svo sem cosplay-keppni.

Upplýsingar um hátíðina má finna á midgardreykjavik.is