MCC námskeið 20. - 24. apríl 2020

MCC Áhafnasamstarfsnám hefst 20. apríl 2020. Námið er unnið til samræmis við samevrópskar reglur um flugnám, sem innleiddar eru á Íslandi frá Öryggisstofnun Evrópu (EASA) í gegnum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins).

Að loknu námi, öðlast þú vottun í áhafnasamstarfi sem krafist er af flugrekendum og til að öðlast fyrstu tegundaráritun á fjölstjórnar flugvél samkvæmt reglugerð um samevrópsk flugmannsréttindi (Part-FCL flugskírteini). Áhafnasamstarfsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám.  Nánari upplýsingar um námið er hér að finna á heimasíðu skólans.