Kynningarfundur: Inntökupróf í læknanám

Kynningarfundur vegna undirbúningsnámskeiðs fyrir inntökupróf í læknanám og sjúkraþjálfunarfræði árið 2021 fer fram fimmtudaginn 22. október næstkomandi, kl. 17:30. Vegna samkomutakmarkanna og mikils áhuga á námskeiðinu verður kynningin send út í fjarfundi.

Á fundunum verður farið yfir inntökuprófin, áherslur og hvernig best er að haga undirbúningi.

Smellið hér til að taka þátt í kynningarfundinum (opnast í Microsoft Teams)

Við skráningu á námskeiðið er opnað fyrir rafrænan aðgang að mjög yfirgripsmiklu námsefni. Þeir sem greitt hafa fyrir námskeiðið fá ítarlega handbók námskeiðsins (Biblían) afhenta á staðnum. 

Miðvikudaginn 13. janúar 2021 hefjast fyrirlestrar og stoðtímar sem fara fram vikulega til 14. apríl. Að loknum stúdentsprófum í maí verður að auki 26 tíma fyrirlestrasyrpa um efni inntökuprófsins.

Nánari upplýsingar og skráning

Nánari upplýsingar námskeiðið, fyrirkomulag og kennara, sem og dagskrá fyrirlestra og stoðtíma má finna á heimasíðunni okkar. Einnig má hafa samband við okkur í síma 578 4000 og á inntokuprof@keilir.net

Þátttökugjald er 72.000 kr. Innifalið er aðgangur að bæði fyrirlestrum og stoðtímum, ásamt rafrænu kennsluefni og ítarlegri útprentaðri handbók. Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands. Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU