MÁ á UTmessunni 2020

Keilir kynnir nám í tölvuleikjagerð á vegum Menntaskólans á Ásbrú á UTmessunni í Hörpu laugardaginn 8. febrúar kl. 10-17.

Námið leggur áherslu á færni til framtíðar, nútíma vinnubrögð og samstarf við atvinnulífið. Gestir fá að kynnast því hvaða greinar eru undirstaða tölvuleikjagerðar, hvernig skapandi hugsun og samvinna eru lykilatriði til árangurs. Þá sýna nemendur tölvuleiki sem þau hafa hannað í náminu.

Ef þig langar til þess að fást við það sem þér þykir skemmtilegt á menntaskólaárunum, þá skaltu koma og hitta okkur á UT messunni​.