Flugakademía Íslands á Flugdeginum á Akureyri

Flugdagur Flugsafns Íslands verður haldinn á Akureyri laugardaginn 19. júní næstkomandi.

Flugakademía Íslands tekur þátt í deginum og verða tvær kennsluvélar skólans á staðnum. Diamond DA20 verður til taks fyrir bókanir í kynnisflug og Diamond DA40 til skoðunar. Flugkennarar skólans verða einnig á staðnum til þess að kynna námsframboð Flugakademíunnar. 

Sýningarsvæðið opnar kl. 13:00 og hefst flugsýning kl. 14:00.

Vonumst til að sjá sem flesta. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.