Einelti og áreitni (á Ásbrú)

Hvað er einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi? Fjallað verður um hvað vinnustaðir geti gert til að minnka líkur á einelti og áreitni? Einnig verður fjallað um mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum, komi þau upp.

Talað verður um helstu skyldur vinnustaða við gerð sálfélagslegs áhættumats. Gert verður verkefni um „stefnu og viðbragðsáætlun“ vegna eineltis og áreitni. 

Námskeiðið er fyrir starfsfólk meðalstórra og stærri fyrirtækja (a.m.k. 10 starfsmenn og fleiri) en allir sem hafa áhuga á efninu eru velkomnir.

Námskeiðið fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 13 - 15.

Nánari upplýsingar og skráning