APS MCC námskeið

APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið verður haldið 31. maí næstkomandi og er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

APS MCC er hannað til að brúa bilið á milli hins hefðbundna námskeiðs í áhafnasamstarfi (MCC) og þjálfunar til tegundarréttinda flugmanna. Á námskeiðinu læra nemendur um ýmsa mikilvæga þætti flugmannsstarfsins í alþjóðlegu umhverfi s.s. færni í samskiptum, samvinnu, ákvarðanatöku og leiðtogahæfni. Nemendur læra að leysa hin ýmsu vandamál með því að nýta sér reynslu og þekkingu samstarfsfólksins, þekkja lagaumhverfið, starfsaðferðir og að beita sinni þekkingu í þessu flókna vinnuumhverfi.

APS MCC hefst með 5 daga kennslu í bóklegum fræðum áður en nemendur halda í fyrri hluta verklegrar þjálfunar í Alsim ALX flughermi skólans. Seinni hluti verklegrar þjálfunar fer svo fram í Boeing 757/767 flughermi.

Nánari upplýsingar um APS MCC námskeiðið