Áhættumat (á Ásbrú)

Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumats, þ.e. skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat (greining og mat) og áætlun um heilsuvernd (úrbætur). Kennd er einföld og markviss aðferð „sex skref við gerð áhættumats“ sem byggist á notkun vinnuumhverfisvísa/gátlista.

Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og eiga auðvelt með að gera áhættumat á vinnustaðnum sínum eftir námskeiðið.  

Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem vilja gera áhættumat og einnig þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum.

Námskeiðið fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 13 - 16.

Nánari upplýsingar og skráning