Gæðastefna Keilis

Gæðaráð heyrir undir framkvæmdastjórn Keilis og vinnur eftir meginmarkmiðum þess og  samkvæmt gæðahandbók Keilis. Gæðaráð sér aðallega til þess að innri úttektir séu framkvæmdar og niðurstöðum sé skilað til gæðaráðs, sem heldur til haga öllu sem við kemur gæðamálum hjá Keili. Um miðja hverja önn metur gæðaráð hvort markmiðum sé fylgt eftir og frávikum sé lokað.

Megin verkefni gæðaráðs Keilis eru:

 • Hefur umsjón með framkvæmd á innri úttektum.
 • Setur gæðamarkmið Keilis í samráði við framkvæmdastjórn.
 • Innra eftirlit með daglegum rekstri Keilis.
 • Starfsmannastefna.
 • Starfsmannamál.
 • Gæðastefna og uppfærsla á gæðahandbók.
 • Úrvinnsla á niðurstöðum úttekta.
 • Tillögur til úrbóta við framkvæmdastjórn.
 • Tryggja gæði náms.

Litið er á gæðastjórnun skólans sem lið í daglegum rekstri hans. Í Keili er unnið að því að bæta gæði skólastarfsins með hliðsjón af eftirfarandi gæðamarkmiðum. 

Gæðastefna Keilis

Gæðastefna Keilis er sett undir forystu framkvæmdastjóra Keilis. Hann ber ábyrgð á því að gæðastefnan sé í samræmi við markmið og starf Keilis.  Framkvæmdastjóri skal  sjá til þess að gæðastefnunni sé viðhaldið.

Gæðastefna Keilis er birt á sérstöku skjali og er einnig aðgengileg í Handbók Keilis, sem er vistuð á innri vef skólans.

Hlutverk Keilis er að veita nemendum sínum og viðskiptavinum sem besta þjónustu. Lögð er áhersla á að skapa sem heilbrigðast umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk þannig að allir geti sinnt hlutverki sínu innan fyrirtækisins – hvort heldur er í námi eða annarri vinnu.

Sérstakt gæðaráð skal leitast við að starfssemin taki sem mest mið af markmiðum starfsseminnar.  Í því skyni stuðlar gæðaráð að innra eftirliti, ytri úttektum sem og tillögum til úrbóta eftir því sem kostur er.  Skal stöðugt leitað eftir samstarfi nemenda og starfsfólks í þessu skyni.  Unnið er á grundvelli laga um framhaldsskóla 92/2008 með síðari breytingum sem og samningi Keilis við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.  Gæðaráð er skipað fjórum einstaklingum, völdum af framkvæmdastjóra.

Samkvæmt gæðastefnu Keilis skal stöðugt leitast við að:

 • Halda uppi skýru og reglulegu innra eftirliti með úttektum og tengja við gæðastjórnun Keilis.  Leita jafnframt eftir ytra eftirliti sem þjóna megi markmiðum gæðastefnu. 
 • Safna sem gleggstum upplýsingum um árangur af skólastarfi, þ.m.t. árangur á prófum, umsögnum um kennara og starfsfólk, árangur nemenda að námi loknu, líðan nemenda og starfsfólks í skólanum og annað það sem kann að þjóna gæðamarkmiðum.
 • Endurskoða reglulega gæðamarkmið.
 • Taka út reglulega styrkleika og veikleika í starfinu.
 • Sjá til þess að öllum markmiðum, s.s. um fjölskyldustefnu, samfélagsábyrgð, umhverfisstefnu og  fjárhagslega ábyrgð sé fylgt.
 • Tryggja að starf Keilis sé í samræmi við lög, reglugerðir og samninga er snerta starfið á einhvern hátt og sjá til þess að réttindi allra séu virt.
 • Gagnkvæm virðing sé ráðandi í umgengni þeirra er starfa og nema innan Keilis.
 • Setja ný markmið um aukna þjónustu.

Gæðaskýrsla 2018 - 2019 [PDF]
Gæðaskýrsla 2017 - 2018
[PDF]
Gæðaskýrsla 2016 - 2017
[PDF]
Gæðaskýrsla 2015 - 2016
[PDF]
Gæðaskýrsla 2014 - 2015
[PDF]
Gæðaskýrsla 2013 - 2014 [PDF]