Gæðaráð og gæðastefna

Gæðaráð heyrir undir framkvæmdastjórn Keilis og vinnur eftir meginmarkmiðum þess og samkvæmt gæðahandbók Keilis. Gæðaráð sér aðallega til þess að innri úttektir séu framkvæmdar og niðurstöðum sé skilað til gæðaráðs, sem heldur til haga öllu sem við kemur gæðamálum hjá Keili. Um miðja hverja önn metur gæðaráð hvort markmiðum sé fylgt eftir og frávikum sé lokað.

Gæðastefna Keilis

Gæðastefna Keilis er sett undir forystu framkvæmdastjóra Keilis. Hann ber ábyrgð á því að gæðastefnan sé í samræmi við markmið og starf Keilis.  Framkvæmdastjóri skal  sjá til þess að gæðastefnunni sé viðhaldið.

Gæðastefna Keilis er birt á sérstöku skjali og er einnig aðgengileg í Skólanámskrá Keilis.

Gæðaskýrslur 2013 - 2019