Útskrift úr deildum Keilis 14. ágúst

Föstudaginn 14. ágúst næstkomandi fer fram brautskráning nemenda úr Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar og ÍAK einkaþjálfaranámi. Útskriftin fer fram kl. 15:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. 

Mæting útskriftarnema er klukkustund fyrir athöfn eða kl. 14:15 vegna myndatöku og æfingar. Áætlað er að athöfnin taki um klukkustund.

Vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir verður útskriftin með breyttu sniði en vanalega. Gestir verða ekki leyfðir en þess í stað verða athafnir sýndar í beinu streymi.

Streymi frá útskrift Keilis 14. ágúst 2020 hefst kl. 14:50