Starf matráðs í Keili

Keilir auglýsir eftir matráði í 100% starfshlutfall til að byggja upp og halda utan um metnaðarfullt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla tengd matvælaiðnaði æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og áhugasemi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Innkaup og gerð matseðla
  • Fer eftir fjárhagsáætlun hvað varðar matarinnkaup
  • Hefur næringu og hollustu matargerðar í huga í allri matseld
  • Hefur yfirumsjón með mötuneyti
  • Annast önnur þau verkefni sem yfirmaður felur honum

Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2019. Fullum trúnaði heitið.

Umsókn um starf