Opin fjarnámskeið Vinnuverndarskóla Íslands

Á opnum fjarnámskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands geta nemendur skráð sig og hafið nám samdægurs. Allt efni er aðgengilegt um leið og hægt er að skoða það eins oft og hver og einn þarf. Árangur innan opinna námskeiða er iðulega mældur með stuttum krossaprófum sem ljúka þarf áður en haldið er áfram í næsta hluta efnisins. Vorið 2021 bjóðum við upp á eftirfarandi opin fjarnámskeið:

Vinnuvernd 101 á íslensku og ensku

Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og skipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólk. Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnum fyrirtækja sem kynning á almennu vinnuverndarstarfi.

Frekari upplýsingar

Hreinlæti og sóttvarnir í samstarfi við AÞ-þrif

Hagnýtt námskeið sem fjallar um hreinlæti og sóttvarnir á vinnustað. Þátttakendur læra m.a. að þekkja leiðir til þess að bæta umgengni á vinnustað, þekkja smitleiðir sjúkdóma ásamt markmiðum og leiðum til sóttvarna o.fl.

Frekari upplýsingar

Grunnámskeið vinnuvéla

Námskeiðið veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem réttindaskyldar eru auk brúkrana. Að námskeiði loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir vinnuvéla. Bókleg lokapróf í grunnnámskeiði vinnuvéla eru haldin reglulega í Keili.

Til viðbótar við grunnnámskeið vinnuvéla býður Vinnuverndarskólinn sértækt námskeið á brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir en mörg fyrirtæki vilja að starfsfólk sitt hafi hlotið viðeigandi fræðslu um. Þá eru námskeið um skipskrana og hafnarkrana væntanleg á næstu misserum.

Frekari upplýsingar