Námsúrræði á Háskólabrú í sumar í samstarfi við HÍ

Keilir býður í samstarfi við Háskóla Íslands upp á tvö ný námsúrræði fyrir einstaklinga sem hyggja á háskólanám með aðkomu Háskólabrúar. 
 

Háskólabrú á sumarönn 2021

Boðið er upp á nám fyrir nemendur Háskólabrú í sumar. Um að ræða sjö áfanga sem núverandi nemendur geta skráð sig í og lokið í sumar. Námið hentar þeim nemendum sem vilja nýta sumartímann til að flýta fyrir náminu eða minnka álag í haust.

Háskólabrú með undirbúningi - Sumarið 2021

Námið verður í boði fyrir þá nemendur sem vantar fáa áfanga í viðbót til að uppfylla inntökuskilyrði í Háskólabrú Keilis. Ráðgert er að auka framboð á undirbúningsáföngum til þess að veita fleirum möguleika á námsleiðinni.

Að auki er boðið upp á Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi bæði með og án vinnu á haustönn 2021.

Við bendum þeim aðilum sem vilja nýta sér úrræðin eða hyggja á nám á Háskólabrú að hafa samband við okkur sem fyrst á haskolabru@keilir.net. Námsráðgjafar okkar og starfsfólk eru til þjónustu reiðubúin.