Kynningardagur á Reykjavíkurflugvelli 24. júní

Flugakademía Íslands mun halda opinn kynningardag fimmtudaginn 24. júní kl. 14-17 í verklegri aðstöðu skólans á Reykjavíkurflugvelli.

Gestum gefst þar tækifæri á að fræðast um einka- og atvinnuflugnám, skoða verklega aðstöðu skólans á Reykjavíkurflugvelli og hitta bæði kennara og nemendur. Frábært tækifæri fyrir þá sem hyggja á flugnám í framtíðinni.  Á staðnum verður hægt að bóka kynningarflug og skrá sig á kynningarfund á Ásbrú þar sem hægt er að skoða bóklega aðstöðu Flugakademíu Íslands og heimsækja flughermi skólans. Verkleg aðstaða Flugakademíu Íslands er bæði á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli og fer kennsla fram á báðum stöðum, eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Í sumar býður Flugakademía Íslands einnig upp á Flugbúðir fyrir ungt áhugafólk um flug og þau sem hyggja á nám innan fluggeirans. Um er að ræða vinsæl sumarnámskeið en gríðarlegur áhugi hefur verið fyrir námskeiðunum undanfarin ár enda eru þau upplagður vettvangur til að fá innsýn inn í flugheiminn. Í Flugbúðunum er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta í flugheiminum þar sem vettvangsferðir skipa stóran sess.