Staðnám fellur niður í Keili

Vegna veðurs fellur niður kennsla í staðnámi í öllum deildum Keilis föstudaginn 14. febrúar. Þá verður kennsla með breyttu fyrirkomulagi í Menntaskólanum á Ásbrú.

Þar sem allt nám hjá Keili fer fram í vendinámi, hafa nemendur tækifæri á að sækja bæði allt náms- og kennsluefni, ásamt upptökum af fyrirlestrum, hvar og hvenær sem þeim hentar. 

Við hvetjum alla til að fara varlega og fylgjast með tilkynningum Veðurstofu Íslands. Bent er á að starfsfólk sem á erfitt með að mæta til vinnu vegna veðurs vinni heima eftir því sem tök eru á. 

Jóhann Friðrik Friðriksson,
framkvæmdastjóri Keilis