Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði

Námskeiðið „Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði“ gengur út á að koma þátttakendum í gegnum inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Námskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003 og byggir á góðum grunni síðustu ára.

Undanfarin ár hafa nemendur verið beðnir um að leggja á það dóm, í síðasta tíma námskeiðsins, hvort þeir teldu að námskeiðið hefði aukið líkur þeirra á að komast í gegnum inntökuprófið. Að meðaltali hefur þessi spurning fengið tæplega 10 í einkunn af 10 mögulegum. 

Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu