Hertar sóttvarnarreglur í Keili

Í ljósi tillagna sóttvararyfirvalda og í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið verður tekin upp grímuskylda í öllum kennslustofum og sameiginlegum rýmum skólahúsnæðis Keilis frá og með mánudeginum 21. september 2020.

Einnig hvetjum við starfsfólk, kennara og nemendur til að nota grímur í öllum öðrum rýmum skólans, sérstaklega þegar ekki verður hægt að framfylgja eins metra fjarlægðarmörkum. 

Unnið er í því að tryggja aðgengi að grímum í skólahúsnæðinu en fólki verður einnig frjálst að koma með sínar eigin grímur. Þá munu kennarar auka enn frekar rafræna kennslu auk þess sem starfsfólk verður hvatt til fjarvinnu eftir því sem kostur er.

Þessar aðgerðir eru til að bregðast við þeirri bylgju sem nú virðist í uppsiglingu og munu gilda þangað til annað kemur fram.

Áður kynntar sóttvarnarreglur Almannavarna gilda einnig ennþá og hvetjum við starfsfólk og nemendur til að fylgja þeim í hvívetna.
 

Við ítrekum beiðni um að við höldum okkur heimavið ef minnstu einkenna er vart. Eftir sem áður hvetjum við alla hlutaðeigandi að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum, þvo hendur mjög vandlega og spritta. Virðum 1 metra regluna og stöndum áfram saman af þeirri einurð sem við höfum gert hingað til. 

Leiðbeiningar um rétta notkun á grímum má finna hér.