Fullbókað er á námskeiðið
Námskeiðið er ætlað einstaklingum 18 ára og eldri sem vilja öðlast færni og þekkingu á göngum í krefjandi aðstæðum, svo sem fjallamennsku og jöklaferðum.
Á námskeiðinu verða kenndir helstu grunnþættir sem varða ferðir og öryggi á fjöllum og jöklum, ásamt því að leggja áherslu á ábyrga ferðamennsku og náttúruvernd.
Að loknu námskeiðinu munu þátttakendur hafa öðlast skilning á þeim áskorunum sem felast í gönguferðum á jöklum og fjöllum. Þeir munu fá grunnfærni í undirbúningi og skipulagningu ferða í krefjandi aðstæðum, utanumhald hópa og öryggi göngufólks á fjöllum og jöklum.
Athygli skal vakin á því að námskeiðið höfðar jafn vel til beggja kynja.
Athugið að stór hluti námskeiðisins fer fram á vettvangi og þurfa þátttakendur að eiga góða gönguskó og útivistarföt. Keilir mun sjá um allan sérhæfðan búnað sem og ferðir.
Þess ber að geta að námskeiðið veitir engin réttindi, en allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið námskeiðinu þar sem fram kemur ítarleg lýsing á innihaldi þess.
Námskeiðið í hnotskkurn
Kennarar og leiðbeinendur
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru menntaðir leiðsögumenn og þaulvanir útivist við krefjandi aðstæðum á Íslandi.
Mikil áhersla verður lögð á öryggi og öryggisbúnað, faglegan og góðan undirbúning fyrir útvisit og útiveru. Leiðbeinendur eru einnig með þjálfun í skyndihjálp og viðbrögðum við óvæntar aðstæður í óbyggðum.
Byggt á viðamikilli reynslu í ævintýraferðamennsku
Keilir hefur boðið upp á leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á háskólastigi síðan árið 2013. Námið er kennt í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada sem er viðurkenndur sem einn af leiðandi skólum í ævintýraferðamennsku á heimsvísu.
Árlega leggja um tuttugu nemendur frá mörgum mismunandi löndum stund á námið og hafa rúmlega hundrað nemendur útskrifast frá upphafi. Flestir hafa farið í vinnu annað hvort hérlendis eða erlendis, meðal annars hjá leiðandi fyrirtækjum í afþreyingarferðamennsku.
Markmið skólans hefur verið að auka færni og þekking í flestum geirum ævintýraferðamennsku, meðal annars með því að tryggja öryggi leiðsögu- og ferðamanna í óbyggðum ásamt því að auka gæði og þjónustu í greininni. Að náminu koma bæði innlendir og erlendir kennarar sem hafa allir öðlast alþjóðleg réttindi og mikla færni á sínu sviði, svo sem í fjallamennsku eða siglingum.
Um er að ræða 60 ECTS, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku.