Fundur fagráðs Háskólabrúar

Fagráð Keilis fundaði í Háskóla Íslands 28. ágúst síðastliðinn, þar sem var meðal annars rætt um nýja Menntaskólann á Ásbrú þar sem rúmlega fjörtíu nemendur leggja áherslu á nám í tölvuleikagerð.

Þá kom fram að nemendum hefur fjölgað í Háskólabrú Keilis en námið er í samstarfi við Háskóla Íslands og tryggir inntöku í allar deildir Háskóla Íslands.

Á myndinni eru: Edda Ruth Hlín Waage, lektor í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og fulltrúi í fagráð, Þóra Kristín Snjólfsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Háskólabrúar Keilis og fulltrúi í fagráði, Gísli Fannberg, deildarstjóri á Kennslusviði HÍ og fulltrúi í fagráði, Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ og stjórnarmaður í stjórn Keilis, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólabrúar Keilis og fulltrúi í fagráði, Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, og Guðrún Geirsdóttir, deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og fulltrúi í fagráði.