Háskólabrú með vinnu

Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og geta nemendur að námi loknu sótt um háskólanám hérlendis og erlendis. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfaranám í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir HÍ.

Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Við veitum nemendum okkar persónulega þjónustu og reynum að efla sjálfstraust þeirra og sjálfstæði.

Háskólabrú með vinnu í fjarnámi

Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Boðið er upp á fjórar deildir: 

  • Félagsvísinda- og lagadeild
  • Hugvísindadeild
  • Viðskipta- og hagfræðideild
  • Verk- og raunvísindadeild

Staðlotur eru þrisvar á önn, þar sem kennt er á föstudegi og laugardegi hverju sinni. Æskilegt er að nemendur mæti á staðlotur. Námið fer fram í formi fyrirlestra og verkefna. Ef lokapróf eru hluti af námsmati þá eru þau venjulega haldin á fimmtudagsmorgnum. Öll lokapróf eru tekin á viðurkenndum prófstöðum.

Fjarnám Háskólabrúar Keilis með vinnu hefst næst í ágúst 2020.

Nánari upplýsingar


Tengt efni