Grímuskylda í Keili

Í byrjun vikunnar tók í gildi grímuskylda í skólahúsnæði Keilis á Ásbrú. Er þetta gert í kjölfar tilmæla Almannavarna og samráðs við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Þessar aðgerðir eru til að bregðast við þeirri bylgju sem nú virðist í uppsiglingu og munu gilda þangað til annað kemur fram

Áður kynntar sóttvarnarreglur Almannavarna gilda einnig ennþá og hvetjum við starfsfólk og nemendur til að fylgja þeim í hvívetna. 

Við ítrekum beiðni um að við höldum okkur heimavið ef minnstu einkenna er vart. Eftir sem áður hvetjum við alla hlutaðeigandi að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum, þvo hendur mjög vandlega og spritta. Virðum 1 metra regluna og stöndum áfram saman af þeirri einurð sem við höfum gert hingað til. 

Leiðbeiningar um rétta grímunotkun má finna hér.

Tengt efni