Fréttir

Keilir leiðir verkefni um góðar starfsvenjur í evrópskum skólum

Vendinámssetur Keilis heldur utan um nýtt fjölþjóðlegt verkefni sem snýr að góðum starfsvenjum í evrópsku skólakerfi á tímum Covid. Verkefnið, sem er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins, er til tveggja ára og er unnið í samstarfi átta skóla og fræðslustofnana í sex Evrópulöndum.
Lesa meira

Ógleymanlegt færnipróf yfir eldgosið í Geldingadölum

Á dögunum fór Birta Óskarsdóttir, 21 árs atvinnuflugnemi Flugakademíu Íslands, í ógleymanlega flugferð yfir eldgosið í Geldingadal. Þetta var engin venjuleg flugferð því Birta sat sjálf í flugstjórnarsætinu og þreytti hún færnipróf til atvinnuflugmannsskírteinis hjá prófdómara.
Lesa meira

Vorið í vinnuvernd

Vorið stendur aðeins á sér þessa dagana en við látum það ekki draga okkur um of niður og bjóðum fjölbreytt úrval námskeiða í apríl. Bæði námskeið með vinnustofum í fjarnámi og opin fjarnámskeið sem hægt er að hefja hvenær sem er.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í öllum skólum Keilis

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í öllum skólum Keilis, umsóknarfrestir eru mismunandi eftir skólum en við hvetjum áhugasama til þess að sækja um tímalega.
Lesa meira

Nýr markaðsstjóri Flugakademíu Íslands

Alexandra Tómasdóttir hefur hafið störf sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands. „Það má því segja að í starfi mínu sameini ég áhuga minn á flugi og markaðsfræðum og er óhætt að segja að ég hlakki til komandi tíma í starfi mínu hjá Flugakademíu Íslands.“ segir Alexandra um starfið.
Lesa meira

Hlaðvarp: Kennsla á tímum samkomutakmarkana

Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir hlaðvarpinu „Kennarastofan“ en þar er fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. Að þessu sinni er spjallað við Helgu Birgisdóttur um kennslu á tímum samkomutakmarkana, en hún er aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ og íslenskukennari í Tækniskólanum.
Lesa meira

Mikil ásókn í Fótaaðgerðafræði

Opið er fyrir umsóknir í nám í Fótaaðgerðafræði og hefur mikill fjöldi umsókna þegar borist. Námið er hið eina sinna tegundar á Íslandi. Bóklegur hluti námsins fer fram í fjarnámi en staðlotur eru haldnar í aðalbyggingu Keilis í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Vöntun á flugmönnum tímaspursmál eftir kófið

Nýleg greining af hálfu bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Oliver Wyman, sem fjallað var um í CNN Business, spáir því að það sé aðeins tímaspursmál hvenær flugiðnaðurinn muni glíma við vöntun á flugmönnum á heimsvísu.
Lesa meira

Skólahald í Keili eftir páskafrí

Slakað verður á samkomutakmörkunum í skólum eftir páska og getur staðnám hafist að nýju á öllum skólastigum með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Lesa meira

Verðlaunaafhending fyrir Solid Clouds samstarfsverkefni

Uppskeru samstarfsverkefnis Menntaskólans á Ásbrú við Solid Clouds var fagnað síðastliðinn mánudag með verðlaunaafhendingu. Veitt voru verðlaun fyrir sex mismunandi matsþætti í leikjum nemenda sem eru á sinni fjórðu önn og hafa því fengið nær tveggja ára þjálfun í tölvuleikjagerð.
Lesa meira