Fréttir

Mikil ásókn í nám á vorönn

Enn má sækja um nám á vorönn 2020 en nú þegar hafa á fimmta hundrað umsókna borist í nám og námskeið á vegum Keilis sem hefjast í janúar á næsta ári.
Lesa meira

Mikill áhugi á undirbúningsnámskeiði fyrir inntökupróf í læknisfræði

Talsvert fleiri umsóknir hafa borist í undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði en á sama tíma í fyrra. Meðal nýjunga í námskeiðinu er að vikulegir fyrirlestrar verða teknir upp og eru upptökurnar sérstaklega hugsaðar fyrir þá þátttakendur sem búa utan suðvesturhornsins.
Lesa meira

ÍAK styrkatarþjálfaranám hefst í byrjun janúar

ÍAK styrktarþjálfaranám Keilis hefst næst í byrjun janúar 2020 og er umsóknarfrestur um nám til 13. desember næstkomandi. Um er að ræða einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks.
Lesa meira

Skólasetning í fjarnámi Háskólabrúar

Skólasetning í fjarnámi Háskólabrúar með vinnu verður fimmtudaginn 9. janúar 2020 í aðalbyggingu Keilis, Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Gjafabréf í kynnisflug

Gjafabréf í kynnisflug hjá Flugakademíu Keilis er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem hafa áhuga á flugi eða hyggja á flugnám.
Lesa meira

Opnir framhaldsskólaáfangar í Keili

Keilir býður upp á röð hnitmiðaðra áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna og byggja á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig hvenær sem þeim hentar.
Lesa meira

Þakkargjörðarmatur í KRÁS

Fimmtudaginn 28. nóvember býður KRÁS - Veitingasala Keilis upp á veglega Þakkargjörðarmáltíð í hádeginu. Boðið verður upp á kalkún, sætar kartöflur, graskersmús, villisveppasósu og pekanböku í eftirrétt.
Lesa meira

Virkir nemendur í Keili með aðstoð vendináms og fjölbreyttrar tækni

Sigrún Svava Ólafsdóttir kennsluráðgjafi fjallar um athyglisverða þróun vendikennslu hjá Keili en allt frá stofnun skólans hefur farið fram öflugt þróunarstarf á sviði náms og kennslu með áherslu á nánd við nemendur og persónulega þjónustu.
Lesa meira

1.200 einstaklingar hafa lokið atvinnuflugnámi á Íslandi

Sameinaðir skólar Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands hafa á undanförnum árum útskrifað rétt um tólf hundruð atvinnuflugmenn. Þá er áætlað að það þurfi um 800.000 nýja flugmenn á næstu tveimur áratugum. Miðað við þessar tölur er ljóst að flugskólar á Íslandi hafa skipað veigamikinn sess í menntun atvinnuflugmanna fyrir störf bæði hér á landi og erlendis.
Lesa meira

Keilir tekur þátt í Evrópuverkefni um tölvuleikjanám

Á dögunum var haldinn verkefnafundur á Íslandi í GameEdu verkefninu. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra Evrópulanda um nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi og í starfsmenntun. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins.
Lesa meira