Viðbragðs- og rýmingaráætlun Keilis

Framkvæmdastjórn Keilis hefur undanfarna daga yfirfarið aðgerða- og viðbragðsaáætlanir skólans vegna mögulegra eldsumbrota á Reykjanesi, í samræmi við leiðbeiningar frá Almannvörnum og athugasemdir viðbragðsaðila á svæðinu.

Á heimasíðu Keilis má finna helstu upplýsingar um viðbrögð við jarðvá og rýmingaráætlun. Ef til eldsumbrota eða jarðhræringa kemur verða viðeigandi ferlar settir í framkvæmd innan Keilis, auk þess sem starfsfólki, nemendum og aðstandendum verður haldið upplýstu um framvindu mála.

Fimmtudaginn 30. janúar næstkomandi verður haldinn kynningarfundur fyrir starfsfólk og nemendur Keilis þar sem viðbragðsáætlanir í tilfelli af náttúruvá verða kynntar. Tækifæri verður til þess að spyrja spurninga og umræður í kjölfar kynningar. Fundurinn fer fram kl. 11:30 í matsal Keilis.
 

Tengt efni