Umsókn um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Tekið er við umsóknum í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate) fyrir haustönn 2014. Námið er kennt hjá Keili, á Ásbrú í Reykjanesbæ, en verkleg kennsla fer fram víðsvegar um landið.

Umsækjendur munu sækja um nám á háskólastigi hjá Thompson Rivers Univesity (TRU) í Kamloops í Kanada. Keilir og TRU hafa gert með sér samning um framkvæmd á kennslu námsbrautar í Adventure Sports Certificate og verður bóklegur hluti námsins kenndur í húsnæði Keilis en verklegir áfangar verða kenndir á ýmsum vettvangsstöðum á suður og vesturhluta Íslands.

Eyðublöð og lýsingu á umsóknarferli má nálgast hér. Síðbúnar umsóknir verða einungis teknar til greina ef ekki hefur verið fyllt í öll laus pláss eftir að umsóknarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar um námið er hægt að finna á heimsíðum TRU og Íþróttaakademíu Keilis, hjá Arnari Hafsteinssyni forstöðumanni ÍAK og í síma 578 4058.


Tengdar fréttir