Fjölbreytt flugnám í einum öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum

Keilir - Flugskóli Íslands býður upp á einka- og atvinnuflugmannsnám í einum öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum. 

Hægt er að sækja bóklegt nám bæði á í aðalbyggingu okkar á Ásbrú í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu. Þá er verkleg þjálfun í boði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli, auk flugvalla á landsbyggðinni svo sem Sauðárkróki og Selfossi.

Atvinnuflugmannsnámið er hannað er fyrir þá sem hafa enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Handhafar einkaflugmannsréttinda geta einnig sótt um að fara í námið og er þá viðkomandi metinn inn í nám eftir ákvæðum reglugerðar um flugskírteini þar af lútandi.

Námið er mjög sérhæft og leggur áherslu á markmið þitt um að verða atvinnuflugmaður hjá flugfélagi á borð við Icelandair, SAS, Norwegian, Ryanair og fleiri evrópsk flugfélög. Að námi loknu getur þú sótt um störf hjá hvaða evrópskum flugrekanda sem er innan evrópska efnahagssvæðisins, sem krefst EASA flugskírteinis. Um níu af hverjum tíu nemenda okkar sem hafa lokið þessu námi hafa fundið starf innan eins árs frá útskrift, enda eru mikil atvinnutækifæri fyrir atvinnuflugmenn um allan heim.

Umsókn um atvinnuflugnám fer fram á heimasíðu Keilis en næst verða teknir inn nemendur í september 2019.


Tengt efni