Þróun menntunarúrræða á Suðurnesjunum

Frá úthlutun Uppbyggingarsjóðsins 12. desember 2019
Frá úthlutun Uppbyggingarsjóðsins 12. desember 2019
Keilir hlaut á dögunum styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til að greina fræðslu- og menntunarþörf fólks af erlendu bergi brotnu á svæðinu ásamt því að vinna námsúrræði fyrir markhópinn.
 
Áherslur þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda leggur áherslu á að innflytjendur njóti jafnrar stöðu og tækifæra til náms í raun og að hugað verði sérstaklega að menntun þeirra. 
 
Markmið verkefnisins verður að þróa og kynna menntaúrræði fyrir einstaklinga sem eru af erlendu bergi brotnu (nýbúar og innflytjendur) sem eru bæði á og utan vinnumarkaðarins. Fyrir þá sem hafa ekki lokið framhaldsskólanámi verður leitast við að þróa námsúrræði með það að markmiði að veita einstaklingum möguleika á að brúa bilið yfir í háskólanám eða veita staðfestingu á að viðkomandi hafi lokið framhaldsskóla vegna atvinnuumsókna sem krefjast stúdentsprófs. Fyrir aðra aðila verður meðal annars leitast við að þróa stutt og hagnýt námskeið sem nýtast í fyrirtækjarekstri, nýsköpun og þróunarstarfi.
 

Tengt efni