Þakkargjörðarmatur í KRÁS

Fimmtudaginn 28. nóvember býður KRÁS - Veitingasala Keilis upp á veglega Þakkargjörðarmáltíð í hádeginu. Boðið verður upp á kalkún, sætar kartöflur, graskersmús, villisveppasósu og pekanböku í eftirrétt.

Verð: 1.700 kr. (þeir sem eiga matarmiða eða eru í mataráskrift greiða 500 kr.)

Skráning fer fram á facebooksíðu Keilis.

KRÁS er opið öllum nemendum og starfsfólki Keilis, sem og gestum og gangandi.

Veitingasalan er staðsett í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Markmið þjónustunnar er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á góðan og hollan mat á sanngjörnu verði.

Í hádeginu er boðið upp á heitan mat, glæsilegan salatbar og súpu dagsins. Einn vegan réttur er í boði hverju sinni, annað hvort súpa eða heitur réttur. Þá er einnig hægt að kaupa bæði samlokur og drykkjarvörur.

KRÁS er opin alla virka daga kl. 09:00 - 13:30. 


Tengt efni