Skólastofan mín

Það má slá tvær flugur í einu höggi þegar þú lærir heima hjá þér
Það má slá tvær flugur í einu höggi þegar þú lærir heima hjá þér
Líf okkar allra hefur tekið miklum breytingum á þessum undarlegu tímum sem við lifum í augnablikinu. Þar er skólastarf svo sannarlega ekki undanskilið.
 
Keilir mun á næstu dögum og vikum taka saman reynslusögur, góðar starfsvenjur og myndir af fjarnámsaðstöðu kennara og nemenda bæði í og utan Keilis undir myllumerkinu #skólastofanmín. Þessar myndir og sögur geta vonandi orðið öðrum hvatning og innblástur eða í það minnsta tækifæri til að sjá hvernig fólk er að aðlagast þessum breyttu tímum.
 
Sendið gjarnan ykkar sögu, góðar starfsvenjur, myndir, reynslu eða hvað annað sem þið viljið deila með öðrum á okkur á netfangið arnbjorn@keilir.net og merkið póstinn með #skólastofanmín.

Tengt efni