Fullkomnar kennsluvélar á Flugdeginum 2019

Árlegur Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli verður haldinn laugardaginn 1. júní næstkomandi. Flugakademía Keilis / Flugskóli Íslands tekur þátt í sýningunni í ár og verðum við með nokkrar af kennsluvélum skólans til sýnis fyrir gesti dagsins.

Mögnuð flugsýning þar sem allar gerðir loftfara koma saman og skapa flottustu flugsýningu hérlendis. Í ár fögnum við 100 ára afmæli flugs á Íslandi og verður sýningin því með allra besta móti.

Skoðið fullkomnar kennsluvélar og fræðist um flugnám í framsæknum og nútímalegum skóla. 

Komið og kynnið ykkur framtíð flugnáms á Íslandi á Flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli 1. júní 2019, kl. 12 - 16.


Tengt efni