KRÁS - Veitingasala Keilis

KRÁS er veitingaþjónusta Keilis, staðsett í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Markmið þjónustunnar er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á góðan og hollan mat á sanngjörnu verði.

Í hádeginu er boðið upp á heitan mat, glæsilegan salatbar og súpu dagsins. Að auki er hægt að versla bæði samlokur og drykkjarvörur í matsölunni.

KRÁS er opin alla virka daga kl. 11:30 - 13:30.

Hægt er að nálgast upplýsingar um matseðla, verð og áskriftarleiðir á www.kras.is


Tengt efni