Hádegisfyrirlestrar Vinnuverndarskóla Íslands

Vinnuverndarskóli Íslands og Keilir í samstarfi við hina ýmsu aðila býður upp á fyrirlestraröð um hina ýmsu þætti sem koma að öryggi og heilsu á vinnustöðum.

Fyrirlestrarnir fara fram hálfsmánaðarlega í hádeginu á mánudögumí í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þeir eru öllum opnir. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Fyrsti fyrirlesturinn í röðinni verður haldinn í hádeginu í dag, mánudaginn 9. mars, þar verður farið yfir helstu þætti sem þurfa að vera í lagi á öllum vinnustöðum m.a.:

  • Hver ber ábyrgð á vinnuverndarstarfi og öryggismálum vinnustaða
  • Skipan og hlutverk öryggisnefnda, öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða
  • Skipulag og kröfur varðandi áhættumat starfa
  • Skráningu og tilkynningu vinnuslysa
  • Stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni
  • Hvað 1., 2. og 3. stigs forvarnir eru
  • Hver ávinningur vandaðs vinnuverndarstarfs er

Tengt efni