Brautskráning nemenda í leiðsögunámi 14. júní 2019

Íþróttaakademía Keilis og Thompson Rivers University í Kanada brautskráðu níu nemendur úr leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku föstudaginn 14. júní síðastliðinn. Námið hefur vakið athygli bæði meðal íslenskra og erlendra nemenda og hafa samtals 85 nemendur frá hátt í tuttugu þjóðernum útskrifast á undanförnum árum.
 
Simon Ward Able, yfirkennari hjá Thompson Rivers University, flutti ávarp fyrir hönd samstarfsháskóla Keilis í leiðsögunáminu. Hjördís Björnsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 9,08 í meðaleinkunn. Fékk hún gjöf frá GG sport.
 
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University hefst næst í ágúst 2019. Námið er á háskólastigi (60 ECTS) og tekur átta mánuði, þar sem um helmingur námstímans fer fram í verklegum áföngum víðsvegar um landið. Námið hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku. 
 
Myndir frá útskrift Keilis 14. júní 2019 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)   

Tengt efni