Þróunar- og markaðssvið

Þróunar- og markaðssviði Keilis heldur utan um öll markaðs- og kynningarmál skólans, þróunar- og nýsköpunarverkefni, auk utanumhald innlendra og erlendra samstarfsverkefna. 

Markaðs- og kynningarmál

Á sviðinu er haldið utan um öll markaðs- og kynningarmál Keilis, ásamt skipulagningu viðburða á vegum skólans. Sviðið hefur heildarumsjón með öllu markaðs- og samskiptastarfi skólans og samhæfir slíkt starf innan allra eininga skólans. Hlutverk markaðssviðs er að miðla upplýsingum til almennings, nemenda og hagsmunaðila um starfsemi Keilis, auk þess að efla og styðja ímynd skólans. Meðal verkefna má nefna útgáfu á kynningarefni, námskynningar, vefmál, utanumhald samfélagsmiðla, samskipti við fjölmiðla, umsjón með stærri viðburðum, ásamt mörgu öðru.
  

Þróunar- og samstarfsverkefni

Alþjóðleg samstarfsverkefni
Vendinámssetur Keilis
Frumkvöðlasetrið Eldey
Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar

Starfsfólk

Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður, s: 690 6651
Berglind Sunna Bragadóttir, verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála, s: 698 4737
Þórir Erlingsson, verkefnastjóri ferðaþjónstunáms