Fara í efni

Tölvuþjónusta

Hjá tölvuþjónustu Keilis er hægt að fá aðstoð við flest vandamál tengt tölvum. Starfsmenn í tölvuþjónustu eru til staðar fyrir nemendur og starfsfólk á opnunartímum afgreiðslu. Tölvuþjónustan er staðsett í anddyri aðalbyggingar Keilis.

Hafa samband við tölvudeild

Þráðlaust net

Hjá Keili er þráðlaust net. Það er opið og ekki þarf innskráningarlykil til að tengjast því. Netið hefur nafnið KEILIR-Nemendur. Athugið að ekki er leyfilegt að nota netið í skólanum til að sækja höfundaréttavarið efni en nemendur er þó hvattir til þess að nýta sér netið ríkulega til upplýsingaöflunar og þess sem nýtist nemendum við nám.

Tölvunet

Tölvunet Keilis samanstendur af tölvupóstkerfi, prentkerfi, þráðlausu neti og kennslukerfi. Einnig hafa nemendur aðgang að upplýsingakerfinu Innu og gjaldfrjálsan aðgang að fimm eintökum af Microsoft Office. Nemendur þurfa að vera með nýjustu útgáfu af Office pakkanum uppsettan á tölvum sínum. En sá pakki kemur með úthlutun keilisnetfangi. 

Tölvupóstur

Tölvupóstur nemenda í Keili er aðgengilegur hér eða af valmynd efst á heimasíðu Keilis, með því að smella á Vefpóstur.

Notandanafnið ykkar fáið þið afhent við upphaf skólans og þar kemur einnig fram lykilorðið. Það notið þið til að skrá ykkur inn á tölvupóstinn ykkar. Mjög mikilvægt er að fylgjast a.m.k. einu sinni á dag með tölvupóstinum því skólinn notar það netfang til að koma til ykkar upplýsingum, einnig fara mikilvægar upplýsingar úr kennslukerfi sjálfvirkt í tölvupóstinn ykkar. Netfang ykkar er notandanafnið að viðbættu @keilir.net en það kemur fram í gögnunum sem þið fáið afhent í upphafi skólaárs.

INNA

Þið komist í Innu annað hvort af valmynd efst á heimasíðu skólans eða hér. Notið þar Íslykilinn ykkar til að skrá ykkur inn. Ef þið hafið ekki Íslykil þá getið þið sótt um hann hér

Kennslukerfið Moodle

Kennslukerfi Keilis heitir Moodle. Það má komast af heimasíðu Keilis úr valmyndinni efst á síðu. Einnig er hægt að fara beint í kennslukerfið hér. Nota þarf keilisnetfangið við nýskráningu á skráningasíðunni og nemendur velja sér svo sitt eigið notendanafn og lykilorð.

Þegar nemandi hefur nýskráð sig í kennslukerfið, er næsta skref er að innrita sig í rétta áfanga. Það er gert í samráði við kennara þar sem allir áfangar eru læstir með skráningarlykli. Eftir að nemandi hefur skráð sig inn í kennslukerfið þá velur viðkomandi rétta braut/deild og velur þann áfanga sem ætlunin er að skrá sig í. Þá biður kennslukerfið um skráningarlykil - sem kennarinn sendir sínum nemendum upplýsingar um í upphafi hvers námskeiðs.

Microsoft Teams

Microsoft Teams er mikið notað við kennslu. Það er notað fyrir fjarfundi á vinnuhelgum, hópavinnu nemenda og önnur samskipti hvort sem er milli nemenda, við kennara eða fyrir allan hópinn í viðkomandi fagi. Microsoft Teams er hluti af Office pakkanum sem allir fá aðgang að með keilisnetfanginu. 

Snara

Skólinn er með samning við netorðabókina Snöru, sem virkar þannig að þeir sem eru á interneti Keilis (þ.e. staðsettir í húsnæði Keilis) geta nýtt sér gagnvirku netorðabókina Snara.is sér að kostnaðarlausu. Þeir nemendur sem þurfa aðgang heim skrá sig inn á Snöru með sömu innskráningarþjónustu og notuð er fyrir vefpóst skólans og geta opnað fyrir ársaðgang heim fyrir 990 kr. (fullt verð er 5.443 kr.)