Orkurannsóknir

Orkurannsóknir ehf. er sjálfstætt starfandi eining innan Keilis sem heldur utan um rekstur sérhæfðrar rannsóknaraðstöðu í húsnæði Keilis og veitir tilsvarandi rannsóknarþjónustu og ráðgjöf fyrir atvinnulíf í nærumhverfinu.

Þjónusta Orkurannsókna er til dæmis á sviði efnagreininga, rannsókna á endurnýjanlegri orku og sjálfstýringartækni ásamt ýmiskonar sérhæfðri þjónustu sem gagnast nýsköpunarfyrirtækjum og þróunar- og hátækniiðnaði. Auk þess geta hátækni- og sprotafyrirtæki nýtt eða leigt aðstöðu Orkurannsókna til eigin rannsókna og þróunarvinnu.

Orkurannsóknir vinna í nánu samstarfi við tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis en öll tilrauna- og verkefnavinna nemenda fer fram í aðstöðu þess í aðalbyggingu Keilis. Þá hafa nemendur möguleika á að vinna lokaverkefni sín í samstarfi við og með aðstöðu hjá Orkurannsóknum og hafa sprotafyrirtæki líkt og GeoSilica Iceland sprottið upp úr slíkum verkefnum.