Námsbraut í tölvuleikjagerð á háskólastigi

Spennandi og nýstárlegt háskólanám í tölvuleikjagerð

Keilir býður upp á námsbraut í tölvuleikjagerð á háskólastigi í samstarfi við norska skólann Noroff - School of technology and digital media. Um er að ræða BSc gráðu sem er tekin á þremur árum í fjarnámi. Keilir sér um almenna aðstoð við nemendur og skipuleggur bæði reglulegar vinnustaðaheimsóknir og hagnýt upplýsinganámskeið.