Fjarnám í boði hjá Keili

Fjarnám Keilis er skipulagt þannig að nemendur geta stundað nám sitt óháð stað og stund. Í raun er um blandað nám að ræða þar sem staðlotum er fléttað inn í námið. Fögin eru kennd eitt í einu svo nemendur þurfa ekki að einbeita sér að mörgum námsgreinum á sama tíma. Nám sem hægt er að stunda í fjarnámi hjá Keili:

Staðlotur og samskipti við kennara

Í upphafi hverrar námsgreinar mæta nemendur ístaðlotu/vinnuhelgi sem stendur yfirleitt yfir frá föstudegi til laugardags, eftir það eru nemendur í sambandi við kennara og samnemendur í gegnum kennslukerfi sem skólinn notar. Kennarar eru með fastan viðtalstíma tvisvar í viku þar sem nemendur geta nálgast þá í gegnum kennslukerfið eða önnur samskiptatól svo sem MSN. Nemendur sem eru búsettir erlendis og geta ekki mætt í staðlotur fá aukaverkefni til að vinna upp lotuna. Þegar nemendur mæta í staðlotur stendur þeim til boða að leigja sér gistingu á gistiheimilum á Ásbrú.

Kennsluefni og verkefnaskil

Allir fyrirlestrar eru teknir upp og settir inn á kennslukerfið þar sem nemendur hafa aðgang að þeim og geta horft á þá hvenær sem er og eins oft og þeir vilja. Öllum verkefnum er skilað í gegnum kennslukerfið og einkunnir fyrir þau birt þar.

Öll próf í fjarnámi eru tekin í viðurkenndum skólastofnunum, símenntunarstöðvum eða hjá Keili.

Nemendur þurfa að mæta með fartölvur í staðlotur og vera með Office 2007 pakkann uppsettan á tölvum sínum. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac office 2008 uppsett á vélunum hjá sér. Vert er að benda á að upplýsingatækni er kennd á office 2007, því geta þeir sem eru með Mac office 2008 þurft að leggja meira á sig en þeir sem eru með pc til þess að fylgja eftir námsefninu.