Fara í efni

Námsframboð Keilis 2021

Aldrei hafa fleiri lagt stund á nám í Keili en á núverandi skólaári og hefur námsframboð við skólann aldrei verið fjölbreyttara en nú. Í byrjun ársins 2021 voru þannig rúmlega 1.200 einstaklingar skráðir í nám á vegum Keilis og er það 20% fjölgun milli ára.

Keilir hefur útskrifað um fjögur þúsund nemendur frá stofnun skólans árið 2007. Skólinn er lítill og sérhæfður, með áherslu á nánd við nemendur, sterk tengsl við atvinnulífið og persónulega þjónustu.

Skólinn er í fararbroddi í innleiðingu nýrra og fjölbreyttra kennsluhátta, bæði í fjarnámi og staðnámi, og leggur áherslu á að nemendum sé skapað traust og gott námsumhverfi sem aðlagar sig að þörfum þeirra.

Námsframboð á haustönn 2021

Það er opið fyrir umsóknir í nám hjá Keili á haustönn 2021 og má nálgast nánari upplýsingar á umsóknarvef Keilis.

Íþróttaakademía Keilis

Háskólabrú Keilis

Menntaskólinn á Ásbrú

Flugakademía Keilis

Annað námsframboð Keilis