Hlaðvarpsveitan samanstendur af hlaðvörpum sem gefin eru út í tengslum við námsleiðir og verkefni við Keili. Í Hlaðvarpsveitunni er nú sem stendur eitt hlaðvarp: Kennarastofan
Kennarastofan
Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis framleiða í sameiningu röð nýrra hlaðvarpa undir heitinu „Kennarastofan“ en þar verður fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi.
Þorsteinn er kennari í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann hefur meðal annars tekið þátt í þróun vendináms, kennsluaðferð sem skólinn tók upp haustið 2012, sem snýr meðal annars að því hvernig megi styðjast við tæknina til að nýta sem best tímann sem nemendur og kennarar eiga saman í kennslustofunni. Það má gera með því að taka allt kennsluefni upp fyrir kennslustund og nýta tímann frekar í verkefnavinnu og leiðsagnarnám.
Hlaðver Keilis
Í hjarta Keilis er að finna Hlaðverið, sem er hlaðvarpsstúdíó Keilis. Þar er til staðar hugguleg aðstaða þar sem hægt er að taka upp viðtöl og hlaðvarpsþætti. Hlaðverið er með góðri hljóðdempun og vel tækjum búið.