Alþjóðleg verkefni á vegum Keilis

Keilir tekur reglulega þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum á vegum Nordplus, Erasmus+ og EEA. Hér má finna yfirlit yfir þau verkefni sem Keilir er þátttakandi að 2016 - 2020.

GameEdu (Samstarfsverkefni - Erasmus+) 
GameEdu er tveggja ára samstarfsverkefni skóla frá fjórum Evrópulöndum um nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi og í starfsmenntun. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins og eru samstarfsaðilar Keilis, skólarnir Yrgo í Svíþjóð, Dania í Danmörku og Grafisch Lyceum Utrecht í Hollandi. Markmiðið með verkefninu er að efla samstarf milli landanna og deila góðum starfsvenjum þegar kemur að þróun markaðssetningu og eflingu leikjagerðarnáms.

 
Í samstarfsverkefninu sem hófst haustið 2018 og munu skólarnir vinna að sameiginlegum markmiðum og þróa nýjar kennsluaðferðir fyrir leikjagerðarnám í löndunum, auk þess sem sérstök áhersla verður lögð á að jafna kynjahlutföll í náminu. Á meðan á verkefninu stendur verða kynntar áherslur í leikjagerðarnámi og meðal leikjagerðarfyrirtækja í samstarfslöndunum. Þá verða haldnar þrennar vinnubúðir fyrir kennara í tölvuleikjanámi þar sem skipst verður á góðum starfsvenjum og skoðuð samlegðaráhrif sem varða kennslu, þróun námsgagna og fyrirkomulag námsins. Samstarfsaðilar:
 
NEXT - From Best to Next Practices in Flipped Learning (Samstarfsverkefni - Nordplus Junior)
Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2017, gengur út á að setja saman Norrænt samstarfsnet sérfræðinga og kennara sem nýta vendinám í kennslu. Umsóknaraðili er Keilir og koma samstarfsaðilar frá Danmörku, Finnlandi og Eistlandi. Markmiðið er að setja saman gagnlegar upplýsingar um vendinám á sameiginlegri vefsíðu ásamt gagnagrunni og tenglum til sérfræðinga í samstarfslöndunum sem fást við vendinám. Þá standa samstarfsaðilar verkefnisins fyrir röð vinnustofa þar sem þátttakendur geta kynnst kennsluaðferðum vendináms á öllum stigum, hvort heldur um er að ræða kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref eða skólastjórnendur sem hafa hug á að innleiða vendinám í sínum stofnunum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins. Samstarfsaðilar NEXT verkefnisins eru:
 
 • Keilir (www.flippedlearning.is)
 • Háskólinn í Tallinn, Eistlandi (www.flippedlearning.ee)
 • Háskólinn í Turku, Finnlandi (www.flippedlearning.fi)
 • UCsyd Háskólinn í Danmörku (www.flippedlearning.dk)
INTEMIS - Innovative Teaching Method for an Inclusive School (Erasmus+ samstarfsverkefni - Menntáætlun Evrópusambandsins)
Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2018, gengur út á að fræða kennara í starfsmenntaskólum um nýjungar í kennsluháttum, þar á meðal vendinámi til að draga úr brottfalli, auka gæði í kennslu, og innleiða nýjar aðferðir sem taka mið af upplýsingatækni og tölvum í skólastarfi. Umsóknaraðili er IIS Leonardo da Vinci starfsmenntaskólinn á Sikiley á Ítalíu og koma aðrir samstarfsaðilar frá Danmörku, Ítalíu, Spáni og Grikklandi, auk Keilis á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þjálfa kennara í vendinámi og auka færni bæði kennara og nemenda í tölvulæsi. Hlutverk Keilis í verkefninu verður að stýra tveimur fimm daga vinnustofum fyrir kennara á Spáni, Ítalíu og Grikklandi í innleiðingu og notkun vendináms við kennslu. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins. Samstarfsaðilar INTEMIS verkefnisins eru:
 
 • IIS Leonardo da Vinci starfsmenntaskólinn á Ítalíu
 • Essenia UETP, Ítalíu
 • Inercia Digital, Spáni
 • Acition Sinergy, Grikklandi
 • UCsyd Háskólinn í Danmörku
 • Háskólinn í Porto, Portúgal
 • Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Íslandi

Keilir on the job training - Module 11 Practical - AST Scotland (Erasmus+ nám og þjálfun - Menntáætlun Evrópusambandsins)
Verkefnið gengur út á starfsþjálfun nemenda Keilis í flugvirkjun í verklegri aðstöðu AST (Air Service Training) í Skotlandi. Styrkir verkefnið ferðir og uppihald nemenda á lokaári í flugvirkjanámi skólans í fjögurra vikna verklega þjálfun hjá AST.

Flipped Learning in the Future Classroom (Erasmus+ nám og þjálfun - Menntáætlun Evrópusambandsins)
Verkefnið gengur út á að sameina nýjungar í kennsluháttum og kennslurými, með því að leiða saman kennara og starfsfólk Keilis og fullorðinsfræðslumiðstöðvarinnar VUCsyd í Danmörku.