Ráðstefna og vinnubúðir um vendinám

Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna

Keilir, ásamt samstarfsaðilum hérlendis og erlendis, standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám þann 14. apríl 2015 og vinnubúðum um vendinám með Jonathan Bergmann og Aaron Sams þann 15. apríl 2015. 
 
Ráðstefnan er liður í verkefninu „FLIP - Flipped Learning in Praxis“ sem fékk nýverið styrk úr Erasmus+ menntáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hefur það markmið að búa til handbækur fyrir kennara sem hafa hug á að innleiða vendinám í kennslu og skólastarfi.
 

Alþjóðleg ráðstefna um vendinám, 14. apríl 2015

Markmið ráðstefnunnar er að gefa þátttakendum innsýn í hvernig hægt er að innleiða vendinám á mismunandi skólastigum, hvort heldur sem er í stökum áföngum eða í öllu skólastarfinu. Sérstakir gestir ráðstefnunnar verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins í Bandaríkjunum og höfundar bókarinnar „Flip Your Classroom: Reach Every Student in Every Class Every Day“.
 
Ráðstefnan og vinnubúðirnar nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á vendinámi. Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að eftir erindi Jonathan og Aaron, velja þátttakendur sér tvo vinnuhópa fyrir daginn. Hugmyndin er sú að þátttakendur taki þannig með sér hagnýta reynslu með heim. Ráðstefnan verður á ensku (vinnuhópar bæði á íslensku og ensku) og fer fram í Keili á Ásbrú 14. apríl. Þátttökugjald er einungis kr. 5.000. Innifalið í verði er hádegisverður og kaffiveitingar.
 

Dagskrá ráðstefnunnar (Birt með fyrirvara um breytingar)

 • kl. 09:00 Setning
 • kl. 09:30 Aaron Sam og Jonathan Bergmann
 • kl. 11:00 Vinnustofa 1
 • kl. 11:40 Kaffihlé
 • kl. 11:50 Vinnustofa 2
 • kl. 12:30 Hádegisverður
 • kl. 13:30 Vinnustofa 3
 • kl. 14:10 Kaffihlé
 • kl. 14:20 Vinnustofa 4
 • kl. 15:00 Samantekt ráðstefnunnar
 • kl. 16:00 Léttar veitingar

Vinnustofur á FLIP ráðstefnunni

Hátt í tuttugu mismunandi vinnustofur verða á FLIP ráðstefnunni. Reiknað er með að hver vinnustofa taki 40 mínútur og verða þær haldnar fjórum sinnum á ráðstefnudeginum víðsvegar um aðalbyggingu Keilis. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í vinnustofurnar, en það gætu verið fjöldatakmarkanir þannig að ekki komast allir að á sama tíma. Hægt er að nálgast upplýsingar vinnustofurnar hér.

Vinnubúðir með Jon og Aaron 15. apríl

Í kjölfar ráðstefnunnar gefst þátttakendum kostur á að sækja vinnubúðir þar sem þeir geta prófað sig áfram í tæknimálum og kennsluháttum, ásamt því hvernig þeir eiga að undirbúa námsefni og kennslustundir í vendinámi. Nánari upplýsingar hér.
 
Upplýsingar um ráðstefnuna veita Arnbjörn Ólafsson, verkefnastjóri FLIP verkefnisins og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.
 

Skráning á ráðstefnuna og vinnubúðirnar