FLIP - Erasmus+ Evrópuverkefni um þróun vendináms

Haustið 2014 hlaut Keilir, ásamt samstarfsaðilum á Íslandi og í Evrópu, rúmlega þrjátíu milljóna króna styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til þróunar á handbókum um innleiðingu vendináms (flipped classroom). Verkefnið er til tveggja ára og nefnist FLIP - Flipped Learning in Praxis. 

Markmið verkefnisins er að þróa verklagsviðmið um innleiðingu vendináms í skólum þar sem upplýsingatækni er notuð til að auðga námsumhverfi nemenda. Áhersla verður lögð á vendinám í litlum og sérhæfðum skólum, sem og starfs- og iðngreinar. Einkum verður leitast við að afmarka og gera grein fyrir þeim þáttum í innleiðingarferli sem stuðla að árangursríkri notkun upplýsingatækni, einstaklingsmiðuðu námsumhverfi, og verkefnamiðuðu námi.

Meðal afurða verkefnisins eru handbækur fyrir kennara sem vilja innleiða vendinám, verða ráðstefnur og vinnubúðir fyrir kennara í samstarfslöndunum, samantekt á fyrirmyndarverkefnum og bestu starfsvenjum í vendinámi, uppsetning á opnum gagnagrunni þar sem aðilar geta deilt efni sem tengist innleiðingu og utanumhaldi vendináms.

Alþjóðleg ráðstefna um vendinám

Í tengslum við verkefnið verður haldin opin ráðstefna og vinnubúðir um innleiðingu og notkun vendináms 14. – 15. apríl 2015 og fer hún fram á Ásbrú í Reykjanesbæ. Meðal leiðbeinenda verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, höfundar „Flip Your Classroom“. Kennarar og skólastjórnendur á öllum skólastigum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu þess eða með því að hafa samband við Arnbjörn Ólafsson, verkefnisstjóra FLIP.
 

Samstarfsaðilar FLIP verkefnisins

Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá skólum og stofnunum sex Evrópulanda.

Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs (Ísland)
Háskóli Íslands (Ísland)
Mentor (Ísland)
Consorzio Lavoro e Ambiente (Ítalía)
Giunti Scuola (Ítalía)
Institute of Education - University of London (Bretland)
Miska (Slóvenía)
Sandvika Secondary School (Noregur)
sofatutor (Þýskaland) 

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar. 

www.flippedlearning.eu