Krás - Veitingasala Keilis


KRÁS er veitingaþjónusta Keilis, staðsett í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Markmið þjónustunnar er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á góðan og hollan mat á sanngjörnu verði.

Í hádeginu er boðið upp á heitan mat, glæsilegan salatbar og súpu dagsins. Einn vegan réttur er í boði hverju sinni, annað hvort súpa eða heitur réttur. Þá er einnig hægt að kaupa bæði samlokur og drykkjarvörur.

KRÁS er opin alla virka daga kl. 09:00 - 13:30.

Í matsal Keilis er einnig aðstaða fyrir nemendur til að snæða sitt eigið nesti, en þar má einnig finna örbylgjuofna og samlokugrill.

 • Matseðill 20. - 24. janúar

  Dagur Heitur matur Súpa

  Mánudagur - 20. janúar

  Beikja með grænolíu og kínóa 

  Gulrótarsúpa

  Þriðjudagur - 21. janúar

  Kjúklingur og rautt pestó 

  Kartöflusúpa

  Miðvikudagur - 22. janúar

  Plokkfiskur og rúgbrauð

  Minestronesúpa 

  Fimmtudagur - 23. janúar Kjúklingapasta 

  Grænmetissúpa

  Föstudagur - 24. janúar

  Réttur og súpa dagsins

   
 • Verð 2019 - 2020

  Stök máltíð í KRÁS kostar 1.500 kr. en með kaupum á mat í áskrift (fyrir stakan mánuð, önn eða skólaárið) er hægt að fá afslátt á verðinu. Það getur því borgað sig að vera í áskrift. 

  Verð á skólaárinu 2019 - 2020:

  • Stök máltíð fyrir starfsfólk og nemendur Keilis: 1.200 kr.
  • Stök máltíð fyrir aðra: 1.500 kr.
  • Súpa og salat: 1.000 kr.

  Greitt er fyrir stakar máltíðir í mötuneytinu, en einnig er hægt að kaupa 10 skipta matarmiða, mánaðar- og árskort.

 • Matarmiðar og áskrift

  Nemendur og starfsfólk geta keypt sér áskrift að hollum og góðum hádegismat og fengið þannig afslátt af heitum máltíðum. Hægt er að kaupa áskriftarkort og tíu miða matarkort í afgreiðslu Keilis, kl. 8 - 12 og 13 - 16 alla virka daga.