Krás - Veitingasala Keilis

 

Vegna aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu COVID-faraldursins, hefur KRÁS - Veitingasölu Keilis verið lokað tímabundið í samræmi við breytingar á skólahaldi.

KRÁS er veitingaþjónusta Keilis, staðsett í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Markmið þjónustunnar er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á góðan og hollan mat á sanngjörnu verði.

Í hádeginu er boðið upp á glæsilegan salatbar og súpu dagsins á 1.000 kr. Þá er einnig hægt að kaupa bæði samlokur og drykkjarvörur.

KRÁS er opin alla virka daga kl. 09:00 - 13:30.

Í matsal Keilis er einnig aðstaða fyrir nemendur til að snæða sitt eigið nesti, en þar má einnig finna örbylgjuofna og samlokugrill.