Útskrift ÍAK styrktarþjálfara

Föstudaginn 12. júní næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr atvinnuflugi, Háskólabrú og ÍAK styrktarþjálfun. Útskriftin fer fram kl. 15:00 í Hljómahöll í Reykjanesbæ.

Mæting útskriftarnema er klukkustund fyrir athöfn eða kl. 14:00 vegna myndatöku og æfingar. Áætlað er að athöfnin taki um klukkustund.

Vegna aðstæðna og reglna um fjöldatakmarkanir verður útskriftin með breyttu sniði en vanalega. Gestir verða ekki leyfðir en þess í stað verða athafnir sýndar í beinu streymi. Hlekk á streymið verður hægt að finna bæði á heimasíðu og facebook síðu Keilis stuttu fyrir athöfn. 

Þetta skipulag er birt með fyrirvara um breytingar vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Mögulegt er að grípa þurfi til annarra ráðstafana ef breytingar verða á fjöldatakmörkunum eða öðru sem gæti haft áhrif á skipulagið.

Vinsamlegast skráið ykkur í útskrift á netfangið utskrift@keilir.net og tilgreinið nafn og deild. Ef þið sjáið ekki fram á að mæta í útskrift vinsamlegast sendið okkur einnig póst á fyrrgreint netfang með þeim upplýsingum. Þeir sem mæta ekki geta nálgast skírteini sitt á skrifstofu Keilis í vikunni eftir útskrift. Einnig er hægt að óska eftir því að fá skírteinið sent með því að hafa samband á skrifstofa@keilir.net eftir útskriftina.