Námskynning á Reyðarfirði

Keilir verður með opinn kynningarfund um námsframboð skólans föstudaginn 31. maí kl. 12 - 13 í Austurbrú á Reyðarfirði. Allir velkomnir.

Við leggjum áherslu á að þetta verði létt spjall þar sem þú getur fengið upplýsingar um námsframboð skólans bæði í staðnámi og fjarnámi.

Námsframboð á haustönn 2019

  • Háskólabrú í stað- og fjarnámi, með og án vinnu
  • Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á háskólastigi
  • Tölvuleikjagerð á bæði framhalds- og háskólastigi
  • Einka- og styrktarþjálfaranám í fullu fjarnámi eða í fjarnámi með staðlotum
  • Atvinnuflugmannsnám og flugvirkjanám í einum stærsta flugskóla á Norðurlöndunum
  • Fótaaðgerðafræði sem heyrir undir heilbrigðisgreinar og er eina nám sinnar tegundar á Íslandi

Skráning á fundinn hérna