Kennsla hefst í NPTC einkaþjálfaranámi

Við höfum opnað fyrir umsóknir í NPTC einkaþjálfaranám á vegum Keilis. Hægt er að byrja í náminu sex sinnum á ári og ljúka því á allt að átta mánuðum.
 
Hver áfangi tekur sjö vikur og hefur nemandinn aðgang að öllum kennslumyndböndum á meðan áfanginn er opinn. Nemandinn getur þannig stjórnað hraða námsins sjálfur. Fyrirkomulagið hentar vel í verklegri kennslu þar sem nemandinn hefur tækifæri til að fara mun dýpra í námsefni áfanganna í samanburði við staðnám, þar sem tíminn takmarkast við staðlotur.
 
NPTC námið hentar þannig bæði á erlendum markaði sem og þeim sem vilja stunda einkaþjálfaranám samhliða vinnu. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Keilis.