Skólareglur

Samskipti

Nemendur, kennarar og aðrir starfmenn skulu sýna hverjir öðrum kurteisi og virðingu í öllum samskiptum.

Slys og sjúkdómar

Nemendur eru á eigin ábyrgð í skólanum og skulu ekki taka þátt í æfingum sem þeir telja að nái út fyrir sína getu.

Umgengni

Nemendur skulu ganga snyrtilega um skólann og hans nánasta umhverfi. Neysla á matvælum, sælgæti og drykkjum er óheimil í fyrirlestrarsal og verkefnastofum nema kennari gefi sérstakt leyfi. Öll neysla áfengis og vímuefna er bönnuð með öllu innan veggja skólans og umhverfi hans. Sama gildir um reykingar. Brot á þeim reglum geta leitt til tafarlausrar brottvísunar úr skólanum.

Verkefni

Nemendum ber að skila þeim fjölda verkefna sem kennari leggur fyrir á önninni.

Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir því að þeir verða að gera verkefni og ritgerðir í samræmi við fyrirmæli kennara og er í alla staði óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og eða verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.

Ef nemandi brýtur reglur varðandi verkefnavinnu eða ritgerðasmíð, fær hann einkunnina 0.

Mætingaskylda

100% mætingaskylda er á allar staðbundnar vinnulotur frá upphafi til enda. Mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega í allar kennslustundir til að koma í veg fyrir truflun.

Íhlutun  

Brot á reglum skólans kalla á að viðurlögum verði beitt og getur leitt til brottvísunar úr skóla.

  • Viðurlög við fyrsta broti: Forstöðumaður / deildarstjóri ræðir við nemandann og veitir honum munnlega áminningu.
  • Viðurlög við öðru broti: Forstöðumaður / deildarstjóri veitir nemanda skriflega áminningu þar sem fram kemur að hægt sé að skjóta ákvörðuninni til kennslunefndar.
  • Viðurlög við þriðja broti: Við þriðja brot skýtur forstöðumaður / deildarstjóri málinu til kennslunefndar sem víkur nemandanum úr skóla. Kennslunefnd afhendir nemanda skrifleg brottvísun.